Leikarinn Neil Patrick Harris er flestum kunnur en hann hefur leikið í ófáum sjónvarpsþáttaröðum og bíómyndum í Hollywood.
Bandaríkjamaðurinn er líklega þekktastur fyrir það að hafa leikið Barney Stinson í þáttunum How I Met Your Mother.
Harris er ekki mikill knattspyrnuaðdáandi en hann fór þó á leik Manchester City og Liverpool í gær.
Harris ákvað að klæðast treyju Manchester City í stúkunni en það er víst hans lið. City tapaði leiknum, 2-1 eftir að hafa komist yfir.
Harris var að mæta á sinn fyrsta leik og veit því miður ekki muninn á Manchester City og Manchester United.
,,Áfram Manchester United,“ sagði Harris í færslu sem hann birti á samskiptamiðla en möguleiki er á að hann hafi bara mætt á vitlausan leik.
Skömmu eftir leik City og Liverpool hófst leikur United og AC Milan og spurning hvort hann hafi ekki ætlað sér þangað frekar.
Neil Patrick Harris wearing a Man City shirt at a Man City game and says “Go Manchester United!” ?? pic.twitter.com/LFCi0xNDLn
— Footy Humour (@FootyHumour) 26 July 2018