Sóknarmaðurinn Andre Schurrle hefur skrifað undir samning við lið Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta staðfesti Fulham í kvöld en Schurrle kemur til félagsins frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.
Schurrle náði ekki að sýna sínar bestu hliðar með Dortmund og snýr nú aftur til Englands.
Þýski landsliðsmaðurinn var áður hjá Chelsea í tvö ár en var svo seldur til Wolfsburg í heimalandinu.
Þetta er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Fulham sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Schurrle er ekki keyptur til Fulham en hann gerir tveggja ára lánssamning við félagið.