Sean Dyche, stjóri Burnley, viðurkennir það að hann óttist enn að fá sparkið hjá félaginu þrátt fyrir frábæran árangur.
Knattspyrnustjórar eru sífellt að fá minni tíma hjá félögum í Evrópu en áður og er oft skipt um mann á miðju tímabili.
Dyche kom Burnley í Evrópudeildina á síðustu leiktíð sem er ótrúlegur árangur en hann telur sig ekki vera ósnertanlegan.
,,Ég veit að minn dagur mun koma. Ekki því ég er góður eða slæmur því það gerist í fótboltanum. Þetta verður mjög erfitt, ár eftir ár,“ sagði Dyche.
,,Ég held að það sé enginn þjálfari þarna úti sem er ekki hægt að reka. Sú hugmynd flaug út umn gluggann fyrir mörgum árum.“