Borussia Dortmund í Þýskalandi hefur mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu vængmannsins Wilfried Zaha í sumar.
Zaha er á mála hjá Crystal Palace á Englandi en liðið vill fá 60 milljónir punda fyrir leikmanninnn sem er helsta stjarna liðsins.
Dortmund er tilbúið að bjóða sóknarmanninn Andre Schurrle í skiptum fyrir Zaha en Schurrle hefur ekki náð sér á strik hjá Dortmund.
Þýski landsliðsmaðurinn kom til félagsins frá Chelsea á sínum tíma en var fyrir það á mála hjá Bayer Leverkusen þar sem hann stóð sig vel.
Dortmund hefur staðfest það að Schurrle sé í viðræðum við annað félag en vill ekki gefa upp hvaða félag það er.
Samkvæmt enskum miðlum gæti það lið verið Palace og gæti hann farið til Englands í skiptum fyrir Zaha.