fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433

Er of dýr fyrir Manchester City – Bale fer ekki til United

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.

Hér má sjá pakka dagsins.

Manchester United mun missa af Gareth Bale í sumar en hann verður lykilmaður hjá nýjum stjóra Real Madrid, Julen Lopetegui á næstu leiktíð. (Metro)

Manchester City er ekki tilbúið að borga þær 80 milljónir sem Real vill fá fyrir Mateo Kovacic. (Sky)

Chelsea er í viðræðum við Juventus um að kaupa framherjann Gonzalo Higuain á 53 milljónir punda. (Evening Standard)

Monaco hefur lagt fram tilboð í miðjumanninn Aleksandr Golovin sem spilar með CSKA Moskvu. (Sport Express)

Southampton hefur ekki áhuga á að fá Danny Ings, 25 ára gamlan framherja Liverpool. (Daily Echo)

Framtíð framherjans Danny Welbeck hjá Arsenal er í hættu eftir komu Unai Emery til félagsins. (Telegraph)

Ahmed Musa, leikmaður Leicester, gæti verið á leið til Sádí Arabíu fyrir 40 milljónir punda. Al Nassr hefur mikinn áhuga. (Leicester Mercury)

Moussa Dembele, leikmaður Tottenham, er á óskalista tyrknenska félagins Fenerbahce. (Fanatik)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum
433Sport
Í gær

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Í gær

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför