Það er erfitt að vera illa við miðjumanninn N’Golo Kante sem spilar með Chelsea og franska landsliðinu.
Kante hefur undanfarin ár minnt vel á sig á Englandi með bæði Chelsea og Leicester. Hann varð meistari með báðum liðum.
Kante fagnaði svo sigri á HM í gær með franska landsliðinu en hann spilaði veikur í leiknum og var tekinn af velli í síðari hálfleik.
Miðjumaðurinn gat þó brosað í leikslok en það tók dágóðan tíma fyrir hann að fá bikarinn sjálfan í hendurnar.
Kante var einfaldlega of feiminn til að biðja um bikarinn og þurfti miðjumaðurinn Steven N’Zonzi að afhenta samherja sínum gripinn.
Kante vildi ekki stela sviðsljósinu af neinum en fékk bikarinn að lokum eftir að aðrir leikmenn höfðu fengið hann í hendurnar nokkrum sinnum.
Nzonzi telling the players to give kanté the trophy, then giving the trophy to him before getting a photo for himself. What a nice guy! pic.twitter.com/wjdtz0B5e7
— – (@HazardThings) 15 July 2018