Eins og flestir vita fagnaði Frakkland sigri á heimsmeistaramótinu í gær með sigri á Króatíu, 4-2.
Benjamin Mendy var partur af franska hópnum á HM en hann var í varahlutverki í leikjum liðsins.
Mendy hefur átt ótrúlega 12 mánuði en hann fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City á síðustu leiktíð.
Mendy var að glíma við erfið meiðsli á síðasta tímabili en sigraði ensku deildina með City sem og enska deildarbikarinn.
Í gær komu svo stærstu verðlaunin í hús er Mendy og félagar tóku á móti HM bikarnum í Rússlandi.
Mendy hefur því unnið þrjá titla á einu ári en hann hefur aðeins spilað sjö leiki á þeim tíma.