Það kemur kannski lesendum á óvart en fyrrum miðjumaður Manchester City á Englandi, Jack Rodwell, á þrjá landsleiki að baki.
Rodwell var talinn efnilegur á sínum tíma og var keyptur til City frá Everton árið 2012. Hann spilaði aðeins 16 leiki fyrir City.
Þaðan var Rodwell keyptur til Sunderland og féll með liðinu síðustu tvö tímabil. Hann kom við sögu í þremur leikjum á síðustu leiktíð.
Rodwell hefur verið á himinháum launum hjá Sunderland síðustu ár og gerði félagið allt til að losna við hann.
Frammistaða Rodwell hjá Sunderland var alls ekki góð en hann virkaði oft metnaðarlaus á miðju liðsins.
Nú greinir Sky Sport frá því að Rodwell sé á reynslu hjá Watford sem spilar í ensku úrvalsdeildinni.
Watford skoðar þann möguleika á að fá Rodwell sem var leystur undan samningi hjá Sunderland í sumar.