HM í Rússlandi er nú lokið en síðasti leikur mótsins fór fram í gær er Frakkland sigraði Króatíu í úrslitum.
Mótið í sumar fékk mikið lof en það var boðið upp á virkilega skemmtilega leiki og mikið fjör.
Sumir leikmenn stóðu sig betur en aðrir en Luka Modric, leikmaður Króatíu, var valinn bestur á mótinu.
Nefna má einnig Thibaut Courtois, sem var valinn besti markvörðurinn og Kylian Mbappe sem var besti ungi leikmaður keppninnar.
Joe.co.uk valdi í dag draumalið HM í sumar þar sem allir þrír leikmennirnir fá pláss.
Hér má sjá draumaliðið.