Luka Modric fékk gullboltann á HM í dag fyrir frábæra frammistöðu á mótinu með landsliði Króatíu.
Modric fór með Króatíu alla leið í úrslit mótsins en þar tapaði liðið 4-2 gegn Frökkum í dag.
Það voru tveir aðrir leikmenn sem hefðu getað fengið gullboltann en þeir fengu silfur og brons verðlaun.
Það voru þeir Eden Hazard, leikmaður Belgíu og Antoine Griezmann, leikmaður Frakklands.
Hazard fær silfurverðlaun fyrir sína frammistöðu á mótinu en Belgar tryggðu sér þriðja sætið með sigri á Englandi.
Griezmann átti gott mót með Frökkum sem eins og áður sagði, fagna sigri í keppninni. Hann fær bronsverðlaun.