Frakkland er komið yfir í úrslitaleik HM en liðið leikur við Króatíu þessa stundina.
Frakkar komust yfir eftir 18 mínútur í dag en og má segja að markið hafi komið úr óvæntri átt.
Framherjinn Mario Mandzukic varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir aukaspyrnu Antoine Griezmann.
Mandzukic reyndi að hoppa upp í skallabolta í eigin vítateig en náði ekki nógu vel til boltanns sem flaug í fjærhornið.
Hér má sjá markið.
Mandzukic own goal and France lead 1-0 in the final! #WorldCupFinal pic.twitter.com/PJoIn2sg6C
— TheSportMatrix ?? ? (@TheSportMatrix) 15 July 2018