Luka Modric var í dag valinn besti leikmaður HM í Rússlandi en þetta var staðfest eftir úrslitaleikinn gegn Frökkum í dag.
Modric stóð sig virkilega vel á öllu mótinu og fór með Króötum alla leið í úrslitaleikinn.
Frakkar voru of stór biti fyrir þá króatísku og unnu að lokum 4-2 sigur í mjög skemmtilegum leik.
Það skyggir þó ekki á spilamennsku Modric sem fékk mikið hrós fyrir sína frammistöðu á mótinu.
Modric er einn allra besti miðjumaður heims en hann spilar með Real Madrid á Spáni.
Modric er fyrsti Króatinn í sögunni til að fá gullboltann á HM sem er afhentur þeim leikmanni sem stendur sig best í keppninni.