N’Golo Kante fagnaði sigri á HM í Rússlandi í dag er Frakkland vann Króatíu 4-2 í úrslitum.
Kante spilaði vel á mótinu með Frökkum en hann er lykilmaður á miðjunni ásamt Paul Pogba.
Ferill Kante hefur tekið ótrúlega stefnu síðustu ár en hann lék í frönsku þriðju deildinni fyrir aðeins fimm árum.
Kante spilaði þá með liði Boulogne áður en hann var keyptur til Caen sem spilar í næst efstu deild.
Fyrir þremur árum síðan var Kante keyptur til Leicester City þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina.
Ári síðar fór leikmaðurinn til Chelsea þar sem hann fagnaði einnig sigri í ensku úrvalsdeildinni.
Kante toppar þessi þrjú ár svo á því að vinna HM með Frökkum en hann spilaði aðeins sinn fyrsta landsleik fyrir tveimur árum síðan.