Harry Kane fær gullskóinn á HM í Rússlandi en mótinu var nú að ljúka með úrslitaleik Frakklands og Króatíu.
Sá leikmaður sem skorar flest mörk í mótinu fær gullskóinn og var Kane markahæstur með sex mörk.
Kane gerði tvennu í fyrsta leik Englands gegn Túnis í riðlakeppninni og svo þrennu í stórsigri gegn Panama.
Kane gerði svo sitt sjötta mark í leik gegn Kólumbíu í 16-liða úrslitum úr vítaspyrnu. Þrjú af sex mörkum hans komu úr vítum.
Romelu Lukaku, Cristiano Ronaldo og Denis Cheryshev voru næst markahæstir með fjögur mörk.