Það vakti mikla athygli fyrr í vikunni er Fulham tryggði sér miðjumanninn Jean Michael Seri frá Nice.
Seri var lengi á óskalista liða á borð við Barcelona, Chelsea og Arsenal en samdi við nýliða Fulham.
Enskir miðlar greina svo frá því í kvöld að Fulham sé að reyna að fá miðjumanninn Malcom frá Bordeaux.
Malcom hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Tottenham á Englandi sem og Inter Milan á Ítalíu.
Malcom er 21 árs gamall leikmaður en hann getur bæði spilað framarlega á miðjunni sem og á vængnum.
Malcom stóð sig mjög vel með Bordeaux á síðustu leiktíð og skoraði 12 mörk í 32 leikjum.