Frakkland 4-2 Króatía
1-0 Mario Mandzukic(sjálfsmark, 18′)
1-1 Ivan Perisic(28′)
2-1 Antoine Griezmann(víti, 38′)
3-1 Paul Pogba(59′)
4-1 Kylian Mbappe(65′)
4-2 Mario Mandzukic(69′)
Frakkland er heimsmeistari 2018 eftir sigur á Króatíu í úrslitum í dag en boðið var upp á mjög fjörugan leik.
Ballið byrjaði á 18. mínútu er Mario Mandzukic varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Króata eftir aukaspyrnu Antoine Griezmann.
Tíu mínútum síðar var staðan orðin jöfn er Ivan Perisic skoraði laglegt mark eftir vel útfærða aukaspyrnu Króata.
Frakkar fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks eftir að Perisic hafði gerst brotlegur innan teigs en dómurinn er þó umdeildur.
Antoine Griezmann er öruggur á vítapunktinum og skoraði hann af miklu öryggi framhjá Danijel Subasic í marki Króata.
Staðan 2-1 í hálfleik en næsta mark var einnig franskt. Það skoraði miðjumaðurinn Paul Pogba með góðu skoti fyrir utan teig.
Aðeins nokkrum mínútum síðar bætti Kylian Mbappe svo við fjórða marki Frakka, einnig með skoti fyrir utan teig sem Subasic sá seint.
Mandzukic bætti upp fyrir sjálfsmarkið fjórum mínútum síðar er hann nýtti sér mistök Hugo Lloris í marki Frakka og lagaði stöðuna í 4-2.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í leiknum og vinna Frakkar 4-2 sigur og fagna sigri á mótinu í Rússlandi.