Frakkland fagnaði sigri á HM í Rússlandi í dag eftir sigur á Króatíu, 4-2 í skemmtilegum úrslitaleik.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, horfði á leikinn og hefur fylgst með mótinu öllu í sumar.
Trump setti inn færslu á Twitter síðu sína í dag þar sem hann óskaði franska liðinu til hamingju en hann var hrifinn af þeirra leikstíl.
Einnig óskaði Trump félaga sínum Vladimir Putin, Rússlandsforseta, til hamingju með að hafa haldið eitt besta HM sem sögur fara af.
Mótið í Rússlandi gekk í raun mjög vel fyrir sig í sumar og var lítið um neikvæðar fréttir.
Hér má sjá færslu Trump.
Congratulations to France, who played extraordinary soccer, on winning the 2018 World Cup. Additionally, congratulations to President Putin and Russia for putting on a truly great World Cup Tournament — one of the best ever!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 15 July 2018