fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Bannaði Jorginho að fara til Manchester City

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. júlí 2018 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, var ákveðinn í því að selja miðjumanninn Jorginho til Chelsea í sumar.

Jorginho gekk í raðir Chelsea frá Napoli í gær en hann kostar enska félagið 53 milljónir punda.

Manchester City var lengi talið vera að tryggja sér leikmanninn fyrir 44 milljónir punda og hafði náð samkomulagi við Napoli.

De Laurentiis sagði Jorginho hins vegar að hann þyrfti að fara til Chelsea eftir að betra boð hafði borist í miðjumanninn.

De Laurentiis fór svo langt og hótaði Jorginho því að hann þyrfti annars að klára samninginn sinn á Ítalíu en hann átti tvö ár eftir.

Þessi litríki forseti hefur oft komist í fréttirnar fyrir svipuð mál en hann pælir mikið í smáatriðum og gerir allt til þess að græða peninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum

Ange heimtar virðingu frá sparkspekingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Í gær

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför

Eigendur Manchester United gefa grænt ljós á brottför