Franska landsliðið er heimsmeistari 2018 eftir sigur á Króatíu í skemmtilegum 4-2 leik í dag.
Antoine Griezmann skoraði annað mark Frakka í sigrinum en mark hans kom úr vítaspyrnu.
Framherjinn var að vonum í skýjunum eftir leikinn og vonar það að hann geti fengið að sofa með bikarinn.
,,Ég veit ekki hvar ég er. Ég er svo ánægður! sagði Griezmann í samtali við TF1.
,,Króatía spilaði mjög vel í dag og þetta var erfiður leikur því við byrjuðum mjög hægt.“
,,Við komumst inn í leikinn smátt og smátt með skyndisóknum. Þetta er svo ánægjulegt.“
,,Við getum ekki beðið eftir því að fara með bikarinn heim. Að skora í úrslitunum gerir mig mjög ánægðan.“
,,Ég íhugaði að taka Panenka vítaspyrnu en ég hikaði. Ég vona að ég geti fengið að sofa með bikarinn.“