Lionel Messi hefur mikil áhrif hjá argentínska landsliðinu en hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims.
Messi og félagar í Argentínu náðu sér ekki á strik á HM í sumar og féllu úr leik í 16-liða úrslitum.
Samkvæmt fjölmiðlum í Argentínu reyndi Messi allt sem hann gat til að bæta frammistöðu liðsins.
Greint er frá því í dag að Messi hafi til að mynda sagt Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfara, að bekkja tvo leikmenn eftir slaka frammistöðu.
Messi var ekki hrifinn af frammistöðu Federico Fazio í vörninni og miðjumannsins Giovani Lo Celso.
Það dugði þó ekki til fyrir þá argentínsku sem rétt komust upp úr riðli sínum í mótinu.