Thomas Meunier, leikmaður Belgíu, var alls ekki hrifinn af því sem liðsfélagi sinn hjá PSG, Kylian Mbappe, tók upp á í leik Belgíu og Frakklands á HM.
Mbappe reyndi ítrekað að tefja leikinn undir lokin er Frakkland leiddi 1-0 og tryggði sér að lokum sæti í úrslitum keppninnar.
Meunier þekkir Mbappe mjög vel en hann hefur sjaldan séð hann spila svona í Frakklandi.
,,Í París þá hef ég sjaldan séð hann eyða tíma eins og hann gerði undir lokin gegn okkur,“ sagði Meunier.
,,Ég er viss um að hann hafi fengið skipun um að gera þetta. Kylian er mjög hæfileikaríkur og verður ofurstjarna í framtíðinni. Ég vona að enginn sé að hafa slæm áhrif á hann.“
,,Zinedine Zidane og Ronaldo urðu goðsagnir hjá Real Madrid með því að spila með stoltiu og vilja á vellinum.“
,,Á næstu árum mun Kylian örugglega átta sig á því að hegðun hans er mikilvæg ef hann vill verða goðsögn.“