Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni hefur styrkt sig fyrir komandi átök á næstu leiktíð.
Nú er aðeins mánuður í að félagaskiptaglugginn á Englandi loki og að fyrsta umferð fari fram.
Huddersfield festi í dag kaup á bakverðinum Erik Durm sem var á mála hjá Borussia Dortmund.
Durm er 26 ára gamall bakvörður en hann hefur leikið 64 deildarleiki fyrir Dortmund frá árinu 2013.
Durm er einnig þýskur landsliðsmaður en hann á að baki sjö landsleiki.
Kaupverðið er ekki gefið upp að svo stöddu en Durm gerir fjögurra ára samning við enska liðið.