Úrslitaleikur HM fer fram á sunnudaginn er Króatía og Frakkland mætast í stórleik í Moskvu.
Það er alveg á hreinu að Ivan Rakitic mun spila þann leik en hann hefur verið frábær fyrir Króata í mótinu.
Rakitic var aðeins gagnrýndur fyrir frammistöðu sína gegn Englandi er Króatía vann 2-1 sigur.
Það er alveg skiljanlegt að Rakitic sé í erfiðleikum en hann hefur nú spilað 70 leiki á einu tímabili.
Það er meira en allir aðrir leikmenn heims og mun Rakitic spila leik númer 71 á sunnudaginn.
Rakitic spilar með Barcelona á Spáni og þar er hann fastamaður. Króatar hafa einnig þrisvar þurft að fara í framlengingu á HM.