Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
Chelsea er að reyna að næla í Jorginho, miðjumann Napoli, sem Manchester City hefur reynt við í allt sumar. (MEN)
City er einnig að íhuga að bjóða í hinn 24 ára gamla Mateo Kovacic sem spilar með Real Madrid. (Mirror)
Monchi, yfirmaður íþróttamála hjá Roma, viðurkennir að félagið muni íhuga tilboð í markvörðinn Alisson. (FourFourTwo)
Manchester United og Real Madrid hafa rætt við Lazio um kaup á miðjumanninum Sergej Milinkovic-Savic. (Talksport)
Southampton vonast til að klára kaup á varnarmanninum Jannik Vestergaard hjá Borussia Monchengladbach. (Daily Echo)
Dortmund ætla að nota peninginn sem félagið fær frá West Ham fyrir Andriy Yarmolenko til að kaupa Wilfried Zaha, kantmann Crystal Palace. (Sun)
Marco Silva, stjóri Everton, hefur einnig mikinn áhuga á að fá Zaha til félagsins. (Mirror)
Juventus hefur sagt Liverpool að félagið geti keypt vængmanninn Marko Pjaca fyrir 22 milljónir punda. (Gazzetta dello Sport)
Liverpool er tilbúið að borga 18 milljónir punda fyrir Domagoj Vida, 29 ára gamlan varnarmann Besiktas. (90min)