Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester United hefur áhuga á Nabil Fekir, leikmanni Lyon, sem Liverpool hefur reynt við í sumar. (Express)
Maurizio Sarri verður ráðinn nýr stjóri Chelsea í næstu viku og tekur við af Antonio Conte. (TalkSport)
Tottenham undirbýr tilboð í miðjumanninn Juan Quintero sem spilar með Kólumbíu á HM og River Plate í Argentínu. (La Nueva)
Chelsea er tilbúið að borga 65 milljónir punda fyrir markvörðinn Alisson sem er á mála hjá Roma. (Mail)
Liverpool hefur ekki aðeins áhuga á Marco Asensio, leikmanni Real Madrid en Arsenal vill einnig fá hann. (Marca)
Juventus er nú líklegast til að tryggja sér þjónustu miðjumannsins Sergej Milinkovic-Savic sem spilar með Lazio. (Tuttosport)
Roberto Martinez gæti tekið við spænska landsliðinu eftir HM en hann er í dag þjálfari Belgíu. (Gazzetta dello Sport)