fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433

United vill þennan í stað De Gea – Arsenal vill varnarmann RB Leipzig

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. júní 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.

Hér má sjá pakka dagsins.

——————-

Tottenham ætlar að reyna á Aston Villa og bjóða í hinn 22 ára gamla Jack Grealish sem er verðmetinn á 40 milljónir punda. (Telegraph)

Tottenham hefur ákveðið að hætta við að fá Wilfried Zaha frá Crystal Palace en Palace vill 70 milljónir punda. (Mail)

Manchester United mun leyfa David de Gea að fara til Real Madrid ef liðinu tekst að fá Jan Oblak frá Atletico Madrid. (Diario Gol)

United ásamt tveimur liðum í kínversku ofurdeildinni hafa gert tilboð í miðjumanninn Anderson Talisca. (O Jogo)

West Ham er í viðræðum um að kaupa miðjumanninn Felipe Anderson hjá Lazio sem kostar 44 milljónir punda. (Mail)

Arsenal vill styrkja vörn liðsins í sumar og fá varnarmanninn Lukas Klostermann frá RB Leipzig. (Bild)

West Ham er einnig í viðræðum við Yaya Toure sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“