fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433

Bonucci á leið til Manchester? – Arsenal að fá tvo leikmenn

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 27. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.

Hér má sjá pakka dagsins.

Chelsea hefur boðið 35 milljónir punda í Daniele Rugani, varnarmann Juventus. (Standard)

Jack Grealish er tilbúinn að yfirgefa Aston Villa í sumar en hann vill spila í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur áhuga. (Mirror)

Real Madrid íhugar að selja miðjumanninn Marco Asensio til að fjármagna kaup á hinum brasilíska Neymar sem spilar með PSG. (Sport)

Arsenal nálgast kaup á varnarmanninum Sokratis Papastathopoulos sem er á mála hjá Dortmund. Arsenal er þá einnig í viðræðum við varnarmann Freiburg, Caglar Soyuncu. (Sky Sports)

Manchester United er að íhuga að reyna við Leonardo Bonucci, varnarmann AC Milan. (Yahoo)

Manchester City íhugar að fá miðjuammninn Aaron Mooy aftur til félagsins frá Huddersfield en liðið getur fengið hann á 20 milljónir punda. (ESPN)

Liverpool ætlar að gefa Divock Origi tækifæri til að sanna sig á næstu vikum en hann var í láni hjá Wolfsburg á síðustu leiktíð. (Echo)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433
Fyrir 2 dögum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þungt högg fyrir Arsenal

Þungt högg fyrir Arsenal