Miðjumaðurinn Jack Wilshere er að ganga í raðir Crystal Palace á frjálsri sölu frá Arsenal samkvæmt enskum miðlum.
Mikið er rætt um miðjumanninn í blöðunum í dag en hann er nú fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Arsenal rann út.
Arsenal virðist ekki hafa náð að semja við miðjumanninn á ný en óvíst er hvort hann hafi viljað vera áfram á Emirates.
Wilshere er nú við það að ganga í raðir Palace sem er gríðarlegur fengur fyrir félagið ef Englendingurinn nær að sleppa við meiðsli.
Wilshere hefur allan sinn feril verið hjá Arsenal en var lánaður til bæði Bolton og Bournemouth á sínum tíma.