Chelsea hefur rætt við Slavisa Jokanovic en hann er þjálfari Fulham. Gianluca Di Marzio greinir frá þessu í dag.
Chelsea hefur verið í basli með að finna nýjan knattspyrnustjóra og hefur leitað til nokkra manna.
Maurizio Sarri var lengi talinn vera að taka við liðinu en hann virðist þó ekki vera á leið á Sramford Bridge.
Jokanovic hefur náð flottum árangri með Fulham og tryggði liðinu sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Jokanovic þykir spila flottan fótbolta og hefur fengið mikið hrós síðustu þrjú ár sín á Craven Cottage.
Di Marzio segir að Chelsea sé búið að ræða við Serbann og er annar fundur á dagskrá í kvöld.