Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals fór í vel heppnaðaða aðgerð í gær eftir slæmt fótbrot.
Rasmus fótbrotnaði gegn ÍBV í vikunni og var fluttur með sjúkrabíl í burtu.
Skelfilegt atvik átti sér stað eftir um hálftíma á Hásteinsvelli er Rasmus Christiansen, leikmaður Vals, meiddist illa eftir spark frá Sigurði Grétari Benónýssyni.
Sigurður var klárlega að reyna við boltann en þrumaði þess í stað í fót Rasmus sem lá sárþjáður eftir í grasinu.
Leikmenn í kringum Rasmus voru slegnir eftir þessi meiðsli.