Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————–
Antoine Griezmann hefur ákveðið hvað hann ætlar að gera í sumar en neitar að svo stöddu að greina frá ákvörðuninni. (ESPN)
Manchester United er hætt við að fá bakvörðinn Danny Rose frá Tottenham á 50 milljónir punda. (Telegraph)
Chelsea er tilbúið að borga 30 milljónir punda fyrir Jack Grealish, 22 ára gamlan miðjumann Aston Villa. (TeamTalk)
Maurizio Sarri er enn efstur á óskalista Chelsea sem vill fá hann til að taka við af Antonio Conte. (Standard)
Liverpool íhugar nú aðra valkosti eftir að Roma gaf það út að markvörðurinn Alisson væri ekki til sölu. (Echo)
Fulham er að fá tvo leikmenn frá Chelsea, varnarmanninn Tomas Kalas og miðjumanninn Lucas Piazon. (Star)
Manchester United er ekki tilbúið að borga 53 milljónir punda fyrir bakvörð Juventus, Alex Sandro. (Record)