West Ham United er nálægt því að tryggja sér markvörðinn Lukasz Fabianski sem spilar með Swansea.
Fabianski vill komast burt frá Swansea í sumar eftir að liðið féll úr efstu deild á Englandi á síðasta tímabili.
Fabianski hefur verið á mála hjá Swansea frá árinu 2014 en hann var fyrir það í röðum Arsenal.
Pólverjinn var einn allra besti leikmaður Swansea á síðustu leiktíð en gat ekki komið í veg fyrir fall liðsins.
Sky Sports segir að West Ham sé nálægt því að næla í markvörðinn sem á 44 landsleiki að baki fyrir Pólland.