Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.
Chelsea vann afar mikilvægan sigur á Liverpool þar sem að Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu.
Chelsea er nú komið í 69 stig og er einungis þremur stigum á eftir Liverpool og á leik til góða á rauðliða.
Þá tók Arsenal á móti Burnley þar sem að heimamenn gjörsamlega slátruðu gestunum með fimm mörkum gegn engu í síðasta heimaleik Arsene Wenger.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði gestanna í dag en var skipt af velli á 89. mínútu fyrir Nahki Wells.
Arsenal er því öruggt með sjötta sæti deildarinnar en Burnley mun ljúka keppni í sjöunda sæti deildarinnar sem er frábær árangur.
Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.
Arsenal 5 – 0 Burnley
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang (14′)
2-0 Alexandre Lacazette (45′)
3-0 Sead Kolasinac (54′)
4-0 Alex Iwobi (64′)
5-0 Pierre-Emerick Aubameyang (75′)
Chelsea 1 – 0 Liverpool
1-0 Olivier Giroud (32′)