Söngkonan Dua Lipa segir það vera algjört kjaftæði að hún hafi verið að slá sér upp með sóknarmanninum Marco Asensio.
Fjölmiðlar á Spáni greindu frá því á dögunum að söngkonan og Asensio hafi skemmt sér í Úkraínu um helgina.
Asensio er á mála hjá Real Madrid og fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 sigur á Liverpool.
Dua Lipa var ekki lengi að þagga niður í þessum orðrómum og segist aldrei hafa hitt Asensio á ævinni.
Dua Lipa var stödd í Úkraínu og sá leikinn en hún flutti lag áður en flautað var til leiks.
I haven’t even met Marco Asensio and it is highly unlikely I ever will as my Liverpool supporting manager would never forgive me https://t.co/eajwTsm6pe
— DUA LIPA (@DUALIPA) 29 May 2018