Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————
Joe Hart gæti farið til Manchester United í sumar til að vera varamaðru fyrir David De Gea en Sergio Romero vill fara. (Sun)
Arsene Wenger íhugar að fara að þjálfa í Japan. (Mail)
Juventus vill reyna að kaupa Diego Godin frá Atletico Madrid. (Calcio)
Stephan Lichtsteiner er að ganga í raðir Arsenal frítt. (Standard)
Steve Bruce vonast til að halda Jack Grealish hjá Aston Villa. (Star)
Neymar á sér draum um að spila fyrir Pep Guardiola. (ESPN)
Everton vonast til að fá Danny Rose bakvörð Tottenham. (Sun)
Rose er einn af þremur vinstri bakvörðum sem Manchester United vill en Alex Sandro og Elseid Hysaj hjá Napoli koma til greina. (Gazzetta)
PSG vill líka fá Alex Sandro frá Juventus. (MEN)
Jordan Ayew framherji Swansea er á óskalista Celtic. (Record)
Manchester City er að kaupa Riyad Mahrez á 75 milljónir punda. (Record)