Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————
Manchester United nálgast kaup á Fred miðjumanni Shaktar Donetsk. (MEN)
United hefur hafið viðræður við Tottenham um Toby Alderweireld en Tottenham vill 75 milljónir punda. (Mirror)
Jorginho miðjumaður Napoli vill fara í ensku úrvalsdeildina. (Sun)
Manchester City þarf að borga 60 milljónir punda fyrir Riyad Mahrez kantmann Leicester. (Guardian)
Maurizio Sarri fyrrum þjálfari Napoli hefur ekki samið við Zenit þar sem hann vill taka við Chelsea. (Mail)
Michael Ballack gæti verið að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea. (Standard)
Alvaro Morata hefur sést í viðræðum við Juventus. (Marca)
Tottenham vill fá Ahmed Hegazi miðvörð West Brom. (ESPN)
Atletico Madrid og Inter Milan vilja fá Salomon Rondon framherja West Brom. (Sky)
Atletico Madrid býður Antine Griezmann tæpar 9 milljónir punda meira í laun en Barcelona. (Mail)