Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er lokaður en það er þó enn verið að ræða ýmis mál.
Hér má sjá það helsta í pakkanum í dag.
————
Neymar, leikmaður PSG, fundaði leynilega með Real Madrid í mars. Hann vill komast burt frá Frakklandi. (AS)
Wayne Rooney hefur sagt Everton að hann vilji komast til DC United í Bandaríkjunum fyrir 12,5 milljónir punda. (Mail)
Wolves er einni sagt áhugasamt um Rooney en liðið verður nýliði í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. (Mail)
Leikmenn Everton tala nú þegar um að Marco Silva muni taka við liðinu af Sam Allardyce í sumar. (Sun)
Arsenal hefur boðið Jack Wilshere nýjan þriggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. (Mirror)
Arsenal er byrjað að ræða við Bayer Leverkusen um kaup á markcerðinum Bernd Leno. (Bild)
Tottenham vill fá varnarmanninn Matthijs de Ligt en hann er aðeins 18 ára gamall og leikur með Ajax. (Telegraaf)