Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool og sérfræðingur BT Sports segir að Manchester City hafi átt að fá vítaspyrnu í leiknum gegn Liverpool í gær.
City tapaði 3-0 en samkvæmt Gerrard hefði liðið átt að fá vítapsyrnu undir lok leiks.
Þá braut Andrew Robertson á Raheem Sterling innan teig og að auki handlék hann knöttinn.
Gerrard viðurkenndi að þetta væri vítaspyrna. ,,Það væri meira að sega hægt að dæma hendi þarna,“ sagði Gerrard.
Síðari leikurinn fer fram í Manchester í næstu viku en mark undir lok leiksins hefði gefið liðinu mikla möguleika.