Alan Pardew var rekinn frá West Brom í gær eftir slakt gengi frá því að hann tók við.
Pardew tók við liðinu af Tony Pulis í nóvember á síðasta ári en liðinu hefur ekki gengið vel undir hans stjórn og situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar.
WBA er með 20 stig þegar 6 leikir eru eftir af tímabilinu, 10 stigum frá öruggu sæti í deildinni og þarf á kraftaverki að halda til þess að tryggja veru sína áfram í deildinni.
Enskir miðlar greina frá því í dag að Pardew hafi aðeins fengið símtal þar sem honum var tilkynnt að hann væri rekinn.
West Brom ætlaði að bíða þangað til eftir tímabilið en tap gegn Burnley um helgina varð til þess að hann var rekinn. Margir stuðningsmenn slepptu að mæta á völlinn og ársmiðum var kastað inn á völlinn eftir leik.