Lionel Messi er launahæsti leikmaður í heimi og er í sérflokki hvað það varðar á þessari leiktíð.
Messi þénar 500 þúsund pund á viku eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í nóvember.
Hann fær 28 milljónum punda meira á þessu tímabili en Cristiano Ronaldo.
Messi fær 110 milljónir punda fyrir þetta tímabil sem eru laun í sérflokki.
Fimm launahæstu:
1. Lionel Messi – £110m
2. Cristiano Ronaldo – £82m
3. Neymar – £71m
4. Gareth Bale – £39m
5. Gerard Pique – £25m