Paul Pogba, miðjumaður Manchester United er að ganga í gegnum erfiða tíma þessa dagana.
Hann kom til félagsins sumarið 2016 og varð um leið dýrasti knattspyrnumaður heims þegar United borgaði tæplega 90 milljónir punda fyrir hann.
Pogba hefur verið talsvert gagnrýndur síðan hann kom til félagsins en þrátt fyrir það hefur hann alltaf skilað sína og verið áhrifamikill á miðjunni á United.
Félagið fékk Alexis Sanchez í janúar í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan en síðan að sá fyrrnefndi kom hefur spilamennska Pogba hrunið.
Mesta athygli vekur að Pogba hefur aðeins skapað eitt færi fyrir samherja sína síðan Sanchez kom en áður en hann kom var hann búinn að búa til 38 færi.
Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.