Jose Mourinho, stjóri Manchester United er ekki hrifinn af því að menn séu að gagnrýna hans menn þessa dagana.
Gary Neville, fyrrum fyrirliði United gagnrýndi Mourinho og liðið á dögunum eftir 3-2 sigurinn á Crystal Palace.
Nemanja Matic kom United til bjargar á lokamínútunum og tryggði United 3-2 sigur en Palace komst í 2-0 í leiknum.
„Sumir menn, sem gagnrýna okkur gátu ekki leyst sín vandamál þegar að þeir voru stjórar,“ sagði Mourinho og átti þar við Neville.
„Samt tala þeir eins og þeir séu með lausnir við öllum vandamálum. Svoleiðis er það ekki en þeir eru samt í þannig stöðu að þeir segja að þeir séu með lausnir á öllu. Stundum hlusta ég á þá, stundum ekki.“
„Ég einbeitti mér að Meistaradeildinni og Evrópudeildinni í vikunni, ásamt því að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn um helgina.“
„Ég var ekki að einbeita mér að skoðunum annarra,“ sagði hann að lokum.