Emre Can, miðjumaður Liverpool verður samningslaus í sumar og hefur hann ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið.
Juventus hefur mikinn áhuga á því að fá þennan leikmann í sínar raðir og greindi Sky Sports frá því fyrir nokkru að hann væri nú þegar búinn að semja við ítalska stórliðið.
Can hefur hins vegar sjálfur sagt að hann sé einbeittur á að klára tímabilið með Liverpool og að hann ætli sér að taka ákvörðun um framtíð sína þegar tímabilinu lýkur.
Express greinir frá því í dag að Can sé hins vegar að bíða eftir símtali frá Real Madrid og að það sé draumaliðið hans eins og staðan er núna.
Hann hefur verið algjör lykilmaður í liði Liverpool, undanfarin ár og því ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir félagið að missa hann frítt.