Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 12:30.
United situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 62 stig á meðan Liverpool er í þriðja sætinu með 60 stig og því ljóst að það er mikið undir á morgun.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool ætlar sér stigin þrjú á morgun og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir sigur á Old Trafford.
„Þetta er stærsti leikurinn og ég hlakka mikið til að mæta þeim,“ sagði Klopp.
„Við þurfum að vera 100% klárir ef við ætlum okkur eitthvað í þessum leik.“
„Ef við viljum vinna þurfum við að vera meira en 100% klárir og leggja allt í sölurnar,“ sagði hann að lokum.