Chris Smalling miðvörður Manchester United segir að endurkomusigrar liðsins undanfarið minni á tíma Sir Alex Ferguson.
United hefur í tvígang unnið leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið undir.
Fyrst gegn Chelsea á dögunum og svo var liðið tveimur mörkum undir gegn Crystal Palace í gær en liðið vann.
,,Þetta minnir á Ferguson tímanna, það eru ekki margir leikir em þetta hefur gerst undanfarið,“ sagði Smalling.
,,Þú sérð hversu samheldinn hópurinn okkar er, það fagna allir saman. Þetta var mikilvægur sigur.“