Pep Guardiola stjóri Manchester City segir liðið langt frá því að vera í sama gæðaflokki og liðið sem hann var með hjá Barcelona frá 2009 til 2011.
Margir eru á því að það Barcelona lið sé besta félagslið sem fótboltinn hefur séð.
Guardiola og félagar hafa unnið deildarbikarinn á þessu tímabili og munu einnig vinna ensku úrvalsdeildina.
,,Þetta eru allt öðruvísi leikmenn, leikmenn Barcelona unnu mjög mikið,“ sagði Guardiola sem vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona sem þjálfari.
,,Við erum núll, flestir af okkur. Við höfum unnið einn titil en það er ekki hægt að bera þetta saman.“
,,Það er ekki gott fyrir okkur að bera okkur saman við það lið, Barcelona hefur verið leiðandi í 15 til 20 ár núna.“