Það er allt í steik hjá Arsenal og vandræðin halda bara áfram að aukast. Arsenal heimsótti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Stuðningsmenn Arsenal þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu vonbrigðum dagsins þegar Lewis Dunk skoraði fyrir Brighton strax á sjöundu mínútu leiksins.
Það var svo Glenn Murray sem kom Brighton í 2-0 áður en hálftími var búinn af leiknum. Útlitið svart fyrir lærisveina Arsene Wenger.
Pierre-Emerick Aubameyang lagaði stöðuna fyrir Arsenal áður en fyrri hálfleikur var á enda en þar við sat.
Brigthon fer upp í tíunda sæti deildarinnar með 34 stig og setur Everton niður í ellefta sætið.
Arsenal er í sjötta sæti deildarinnar með 45 stig, þrettán stigum minna en Tottenham sem er í fjórða sæti.