Manchester City er skrefi nær því að vinna ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Everton í dag.
City byrjaði með látum og Leroy Sane kom liðinu yfir snemma leiks.
Gabriel Jesus og Raheem Sterling bættu svo við mörkum í fyrri og voru búnir að tryggja sigur City.
Yannick Bolasie lagaði stöðuna fyrir Everton í síðari hálfleik en þar við sat.
City er nú skrefi nær titlinum og getur tryggt sér hann um næstu helgi gegn Manchester United.
Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.
Everton (4-4-2): Pickford ; Coleman 6, Keane 5.5, Jagielka 5.5, Baines 6; Walcott 4, Schneiderlin 4.5, Rooney 5.5 (Davies 57 6), Bolasie 6.5; Tosun 5 (Niasse 79), Calvert-Lewin 6 (Baningime 75 6).
Manchester City (4-3-3): Ederson 6; Walker 7, Otamendi 6, Kompany 6.5, Laporte 8 (Danilo 87); De Bruyne 8 (Gundogan 77 6), Fernandinho 8.5, D Silva 9; Sterling 7.5 (B Silva 64 6), Jesus 7, Sane 7