Jóhann Bianco, einn af meðlimum tólfunnar tók þátt í skemmtilegu myndbandi á dögunum.
Þar fer hann yfir það hvernig víkingaklappið fræga varð til á Íslandi en það hefur vakið athygli út um allan heim.
Jóhann er betur þekktur sem Joey Drummer en hann er trommari Tólfunnar, stuðningsmannasveitar íslenska landsliðsins.
Tólfan verður í stóru hlutverki á HM í Rússlandi í sumar þegar Ísland tekur þátt á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti.
Víkngaklappið kemur upphaflega frá Motherwell í Skotlandi og fékk Jóhann hugmyndina að nota þetta fyrir íslenska landsliðið þegar Stjarnan tók á móti Inter Milan í Evrópudeildinni árið 2014.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.