Chelsea tekur á móti Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn næsta.
Chelsea situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 56 stig, 5 stigum minna en Tottenham sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Það er því gríðarlega mikið undir á sunnudaginn en Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham greindi frá því í dag að Harry Kane gæti spilað með liðinu um helgina.
Kane meiddist gegn Bournemouth fyrr í þessum mánuði og í fyrstu var talið að hann yrði frá, eitthvað fram í apríl.
Endurhæfing hans hefur hins vegar gengið vel og hann gæti því tekið þátt í leiknum mikilvæga um helgina.